- Advertisement -

Það er ekki hlutverk vinstrimanna að verja kerfin sem hægrimenn byggðu upp

Gunnar Smári skrifar:

Kannski ætti krafan að vera: Báknið (sem íhaldið byggði) burt!

Útlendingastofnun er klárlega stofnun sem leggja á niður og byrja svo upp á nýtt með að sinna þeim verkum hennar sem eru nauðsynleg. Og það sama á við um margar stofnanir sem mistekist hefur að byggja upp, t.d. Sjúkratryggingar. Og aðrar stofnanir má einfaldlega leggja niður, t.d. bankasýsluna, fjölmiðlanefnd o.fl. Aðrar þurfa síðan að endurfæðast, stofnanir sem hafa gleymt hlutverki sínu og orðið að einhverjum skrímslum; t.d. Tryggingastofnun ríkisins. Enn aðrar þurfa síðan vakningu og nýtt upphaf; grunnskólar og allt skólakerfið, heilsugæslan o.s.frv.

Til að halda við opinberri þjónustu þarf lifandi starfsemi sem sífellt leitar að því að veita betri þjónustu. Það er ekki hlutverk vinstrimanna að verja kerfin sem hægrimenn byggðu upp. Þegar hægrimenn koma og segja báknið burt, þ.e. burt með báknið sem þeir byggðu sjálfir, þá ætti vinstrafólk ekki að svara með því að hrökkva í vörn fyrir kerfin heldur að mæta með alvöruplan um endurnýjun og endurnæringu opinberrar þjónustu, plan um að henda því sem ekki virkar og um að endurskapa það sem þarf að bæta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kannski ætti krafan að vera: Báknið (sem íhaldið byggði) burt!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: