Vilhjálmur Birgisson skrifaði:
„Í Akraneshöfn var landað 170 þúsundum tonnum árið 2004 og Akraneskaupstaður var þriðja stærsta vertíðarstöð landsins. Í dag er allt farið og ekkert einasta stórt fiskveiðiskip kemur hér til löndunar. Þökk sé græðgisvæddu framsalskerfi fiskveiðistjórnunarkerfisins.“
Nokkrir brugðist við skrifum formanns verkalýðsfélagsins. Einum svarar Vilhjálmur svona:
Þú gætir haft áhuga á þessum
„Það er búið að „stela“ öllum okkar aflaheimildum og mundu að Haraldur Böðvarsson & Co var stofnað 1904 og lifði þar af leiðandi af sér tvær heimsstyrjaldir, en þurfti að lúta hins vegar í lægra haldi fyrir græðgisvæddu framsalaskerfi.“