- Advertisement -

„Það er bein­lín­is skylda þín, Sig­urður Ingi?“

Ég þyk­ist vita það kæri formaður að þú stefn­ir ekki endi­lega að því að leiða Fram­sókn­ar­flokk­inn í næstu kosn­ing­um en ég er líka sann­færður um að þú vilj­ir koma flokkn­um af líkn­ar­deild­inni áður en til þeirra verður efnt.

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson.

„Þegar fyr­ir­tæki eða fé­lög fara illa eiga all­ir hag­haf­ar og fé­lags­menn rétt á skýr­ing­um um hvað olli fall­inu. Og ekki síður hvernig fyr­ir­hugað sé að end­ur­reisa starf­sem­ina. Það þolir enga bið að greina ástæður þessa mikla fylg­istaps og teikna öfl­uga end­ur­komu upp. Í þeirri vinnu er nauðsyn­legt að snúa öll­um stein­um við og í vinn­ingsliðinu sem sett verður til verka þarf að manna hverja stöðu af kost­gæfni. Svo gripið sé til fót­bolta­máls þarf sókn­ar­lín­an að nær­ast á hungr­inu eft­ir mörk­um, miðjan að hafa út­hald í enda­lausa vinnu og vörn­in að hafa í fartesk­inu svo mikla reynslu að eng­ar óvænt­ar stöður komi henni í opna skjöldu,“ segir í grein sem Guðni Ágústsson skrifaði og birt er í Mogga dagsins.

Guðni heldur áfram og skrifar næst:

„Það er bein­lín­is skylda þín, Sig­urður Ingi, sem formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins að skipa framtíðar­nefnd um end­ur­reisn flokks­ins í góðu sam­ráði og sátt við vara­formann og rit­ara hans. Þið þrjú eruð rétt­kjör­in að stjórn­veli Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyr­ir nefnd­ina sem þið setjið á lagg­irn­ar er mik­il­vægt að hafa fullt traust og gott vega­nesti frá ykk­ur öll­um. Von­andi mun okk­ar ágæti þing­flokk­ur ekki síður hafa hvetj­andi nær­veru og gagn­legt inn­legg í vinnu nefnd­ar­inn­ar. All­ur má hóp­ur­inn hafa hug­fasta hina gömlu og góðu brýn­ingu: „Ef sverð þitt er stutt gakktu þá feti fram­ar.“

Verk­efni þess­ar­ar framtíðar­nefnd­ar er ekki lítið: Að skil­greina stöðuna af hrein­skiptni og kort­leggja af ná­kvæmni hvernig nýta megi lyk­il­atriðin sem und­ir­stöður nýrra sókn­ar­færa. Tím­inn til stefnu er naum­ur. Nefnd­in ætti að kynna vinnu sína á haust­fundi miðstjórn­ar síðar á þessu ári og í kjöl­farið gæti flokksþing árs­ins 2026 tekið til­lög­urn­ar til umræðu og af­greiðslu. Hér dug­ar eng­in tæpitunga. Þessi nefnd þarf kjark­mik­inn for­ystu­mann sem gæti ótta­laus talað fyr­ir grein­argóðu hand­riti að þrótt­mik­illi þátt­töku Fram­sókn­ar­flokks­ins í ís­lensk­um stjórn­mál­um til langr­ar framtíðar.

Ég þyk­ist vita það kæri formaður að þú stefn­ir ekki endi­lega að því að leiða Fram­sókn­ar­flokk­inn í næstu kosn­ing­um en ég er líka sann­færður um að þú vilj­ir koma flokkn­um af líkn­ar­deild­inni áður en til þeirra verður efnt. Og kannski er tím­inn til stefnu naum­ari en sem nem­ur þeim árum sem eft­ir eru af fyr­ir­huguðum líf­tíma nú­ver­andi val­kyrj­u­stjórn­ar.

Þess vegna er okk­ur ekki til set­unn­ar boðið. Seinna gæti orðið of seint. Það er að minnsta kosti lág­mark að tólf þúsund fé­lag­ar í Fram­sókn­ar­flokkn­um viti hvort flokk­ur­inn þeirra sé að koma eða fara. Þess vegna skora ég á þríeykið í æðstu for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins að bretta upp erm­ar, horf­ast í augu við okk­ar ís­kalda veru­leika, taka til máls og grípa til aðgerða,“ skrifaði Guðni Ágústsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: