Mannlíf

Það besta í Mogga dagsins

By Miðjan

September 23, 2021

Mynd: sme/Miðjan.

Þau fjögur eiga mestu setningarnar í Mogga dagsins. Byrjum á ritstjóranum:

„Morg­un­blaðið hef­ur um langt skeið lagt mikið upp úr því að þar hafi öll sjón­ar­mið siðaðrar umræðu rými…,“ skrifar Davíð í leiðara. Átti hann ekki að taka fram að þetta eigi ekki við leiðarana, Staksteina og Reykjavíkurbréfið?

Sigurður Ingi er stundum ómótstæðilegur:

„Niðurstaðan er að á næstu fimmtán árum verður 120 millj­örðum króna varið til þess að greiða leið um höfuðborg­ar­svæðið,“ skrifar hann og reynir að sleppa fyrir horn. Hann veit sem er að hann þarf ekki að standa við þetta. Verður ekki samgönguráðherra svo lengi. Vonandi ekki.

Þá er komið að því besta. Katrín Jakobsdóttir virðist vera að vakna upp við vondan draum:

„Við vit­um að það þarf að hækka grunn­fram­færslu al­manna­trygg­inga með sér­stakri áherslu á þá tekju­lægstu í þeim hópi.“ Nú, hvað segirðu Katrín. Varstu að fatta þetta núna? Það eru kosningar eftir tvo daga.

Og loks er komið að Bjarna okkar Ben. Hans setning smellpassar við setningu Katrínar, það er eins og hann hafi lesið hana og segir:

„Við ætl­um að halda áfram á sömu braut.“ Þá vitum við það. Sem sagt þau tekjulægstu geta gleymt því sem Katrín sagði. Hafa þurft þess áður. Og þurfa þess enn og aftur. Bjarni ræður og hann segir: „Við ætl­um að halda áfram á sömu braut.“ Það var og.