- Advertisement -

„Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti“

- þegar þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar feng hundruð þúsunda í hækkanir, segir Aðalsteinn Árni Baldursson.

„Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness í Fréttablaðinu í dag.

„Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir á sama stað:

„Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: