- Advertisement -

„Þá verð ég sem betur fer ekki lengur ráðherra“

„Það er mjög mikilvægt að við gætum hér að hagsmunum almennings á Alþingi og reynum að forðast eins og megnugt er að ganga erinda sérhagsmuna.“

Daði Már Kristófesson.

Alþingi „Hér í vor voru samþykktar breytingar á búvörulögum sem undanskilja kjötiðnaðarstöðvar samkeppnislögum. Þingmenn Viðreisnar vöruðu nokkuð við þessari breytingu og töldu hættu á því að þær myndu auka enn á þá fákeppni sem einkennir marga markaði á Íslandi,“ sagði Daði Már Kristófersson, sem nú situr á Alþingi fyrir Viðreisn.

Ég spurði hæstvirtan matvælaráðherra út í þær frekar óheppilegu eða neikvæðu niðurstöður sem sundurliðuð vísitala neysluverðs sýnir á þróun verðs á kjötvörum sem hefur hækkað umfram aðra liði vísitölu neysluverðs frá því í vor, sem er nákvæmlega dæmi um þá hættu sem skortur á samkeppni skapar og er líklegt til að hafa umsvifalaust áhrif á hegðun fyrirtækja á markaði. Þegar þau vita að þau standa ekki frammi fyrir samkeppni þá geta þau hagað sér með öðrum hætti.

„Í svari matvælaráðherra kom fram að í fyrsta lagi tryði hún ekki að þessar vísbendingar væru raunhæfar og ég tek svo sem undir með henni að þær eru ekki mjög sterkar. Ég fylgdi eftir spurningu minni til hæstvirts ráðherra með því að spyrja út í það hver viðbrögðin yrðu ef þetta reyndist rétt. Viðbrögðin voru þau að segja: Þá verð ég sem betur fer ekki lengur ráðherra. Þetta finnst mér ekki ábyrg afstaða þegar eins mikilvægar breytingar og þessar eiga sér stað. Það er mjög mikilvægt að við gætum hér að hagsmunum almennings á Alþingi og reynum að forðast eins og megnugt er að ganga erinda sérhagsmuna,“ sagði Daði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: