- Advertisement -

Þá mun óróinn birt­ast á Aust­ur­velli

Styrmir Gunnarsson:
„Að vera at­vinnu­laus er fjár­hags­legt og fé­lags­legt áfall.“

Nánast að venju skrifar Styrmir Gunnarsson bestu greinina í helgarmogganum. Hann hefur áhyggjur af stöðu atvinnulausa og þeirri gallhörðu ákvörðun Samtaka atvinnulífsins og þá Bjarna Benediktssonar, að ekki megi hækka atvinnuleysisbætur. Styrmir segir í síðasta kafla greinar sinnar:

„Eitt mik­il­væg­asta verk­efni Alþing­is og rík­is­stjórn­ar um þess­ar mund­ir er að skapa sam­stöðu í sam­fé­lag­inu um viðbrögð við veirufar­aldr­in­um. Það verður aldrei samstaða um það að koma fyr­ir­tækj­um til hjálp­ar en ekki þeim sem missa at­vinnu sína.

For­seti ASÍ seg­ir í fyrr­nefnd­um pistli:

…leiða til óróa í sam­fé­lag­inu…

„Að vera at­vinnu­laus er fjár­hags­legt og fé­lags­legt áfall. Áhyggj­ur af fram­færslu, skert sjálfs­traust því maður er ekki að „standa sig“, töpuð tengsl við vinnu­fé­laga og það að detta úr rútínu í dag­legu lífi reyn­ist mörg­um afar erfitt og er ekki hlut­skipti, sem fólk al­mennt vel­ur sér.“

Um þetta seg­ir Val­gerður Sig­urðardótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, í grein hér í blaðinu hinn 13. ág­úst sl.:

„Ég hef mikl­ar áhyggj­ur af and­legri heilsu okk­ar Íslend­inga og tel að við verðum að ráðast í aðgerðir sem miða að því að sem flest­ir geti leitað sér hjálp­ar […] Því vil ég skora á alla ráðamenn þjóðar­inn­ar að fara að huga virki­lega að and­lega þætt­in­um í þess­um heims­far­aldri, meira en nú þegar hef­ur verið gert, enda er fátt mik­il­væg­ara en geðheil­brigði heill­ar þjóðar.“

Þeir sem telja að ekki eigi að hækka at­vinnu­leys­is­bæt­ur með þeim rök­um að slík hækk­un mundi draga úr vilja fólks til að leita sér að vinnu, ættu að hug­leiða þessi orð borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þau snúa að kjarna þessa máls. At­vinnum­iss­ir er fé­lags­legt áfall, eins og Drífa Snæ­dal seg­ir.

Þar að auki mun svo gíf­ur­legt at­vinnu­leysi, sem nú er skollið á og verður aug­ljós­lega langvar­andi, leiða til óróa í sam­fé­lag­inu, eins og dæm­in sanna.

Að óbreyttu mun sá órói birt­ast okk­ur á Aust­ur­velli.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: