Baráttufólkið kýs hann að uppnefna og kallar það „verkalýðsrekendur“. Gott og vel með það.
„Nýir verkalýðsrekendur virðast hafa sérstaka auðhyggju að leiðarljósi. Sem betur fer er íslensk verkalýðshreyfing ekki illa á vegi stödd fjárhagslega. En þá koma hótanir verkalýðsrekenda um að þeir muni beita auðmagni hreyfingarinnar, ekki sínu auðmagni, til þess að ná sínum persónulegu markmiðum. Verkalýðshreyfingin hefur auðsleikjur úr háskólasamfélagi og samfélagi misheppnaðra blaðasala í sinni þjónustu.“
Þannig skrifar varaþingmaðurinn, Vilhjálmur Bjarnason, í Mogga dagsins. Villi er með skemmtilegri pistlahöfundum blaðsins.
„Tekið skal fram að verkalýðsrekendur eru kjörnir til forystu með mjög fáum atkvæðum í allsherjaratkvæðagreiðslum, og því ekki hægt að tala um sterkt lýðræðislegt umboð,“ skrifar Villi og fer þar með inn á braut Davíðs.
Næst stígur Villi í feitina. Lætur sem hann viti ekki að forystu launafólks er annt um afkomu lífeyrissjóðanna. Baráttufólkið kýs hann að uppnefna og kallar það „verkalýðsrekendur“. Gott og vel með það. Villi skrifar:
„Verst er þó þegar verkalýðsrekendur vilja nota fjáreignir lífeyrissjóða í sínu valdaspili. Lífeyrissjóðir urðu til í frjálsum samningum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Lífeyrissjóðir eru eign sjóðfélaga en ekki verkalýðsrekenda. Löggjafinn hefur skapað ramma um starfsemi lífeyrissjóða með löggjöf. Lífeyrissjóðir hafa aðeins eitt markmið og tilgang; það er að tryggja sjóðfélögum eftirlaun eftir að starfsævi lýkur.“
Villi lætur sem hann skilji ekki að verið er að verja ævisparnað venjulegs fólks. Fólki er illa við að ævisparnaður þess sé enn og aftur nýttur í brask. Varnaðarorð þar um eru orð í tíma töluð.
„Ef stjórn lífeyrissjóðs tekur ákvörðun um kaup á hlutabréfum er það vonandi upplýst ákvörðun á grundvelli gildandi löggjafar. Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum eru aðeins bundnir af gildandi löggjöf og samþykktum lífeyrissjóðanna, sem eiga sér stoð í lögum,“ skrifar varaþingmaðurinn. Sem vann sér sæti á þingi en Bjarni Benediktsson flokksformaður svipti hann þingsetunni. En það er annað mál.
Það að lífeyrissjóðir eigi að tryggja fulla atvinnu og lífeyrissjóðir hafi „siðferðilega skyldu“ Svo kemur óvænt sending í Borgartún 35. Lesið: „Það kann að vera að stjórnarmenn lífeyrissjóða skapi sér persónulega bótaskyldu með því að fara gegn ákvæðum laga eða láta undan þrýstingi skuggastjórnenda.“ Villi hefur greinilega lesið greinar Ragnar Þórs Ingólfssonar. Því ber að fagna. Gott hjá Villa.
Enn er varaþingmaðurinn á sama stað, það er í Borgartúninu:
„Siðrof er hugtak sem vísar til upplausnar samfélags þar sem samheldni og hefðbundið skipulag, sérstaklega það sem tengist viðmiðum og gildum, hefur veikst og við tekur lögleysa. Margt í hugmyndafræði og gerðum nýfrjálshyggju verkalýðsrekenda hefur einkenni siðrofs og er ekki til að bæta kjör fólks á vinnumarkaði,“ skrifar Vilhjálmur og dregur trúnaðarfólk launþega inn í siðrofskenningar sínar. Var þó fjölmennt þar fyrir.
Þar sem skotmark Vilhjálms er svo óljóst þessa vikuna er næstavíst að það geigar.