- Advertisement -

Tertan er búin, getið skipt mynslunni

Fjármálaráðherra boðar hörð átök á vinnumarkaði. Himinn og haf ber á milli þess sem hann segir og svo verkalýðshreyfingin.

„Það ligg­ur fyr­ir, og hef­ur legið lengi fyr­ir, að svig­rúm til launa­hækk­ana er orðið lítið sem ekk­ert,“ segir Bjarni Benediktsson, sem er meðal þeirra Íslendinga sem hafa fengið hvað mesta launahækkunina, um það fólk sem nú mun freista þess að fá að vera með „þeim stóru“ hvað varðar launahækkanir.

Í orðum Bjarna, sem koma fram í viðtali í Mogganum, liggur ljóst fyrir að hann er að segja, auðvitað undir rós, að tertan sé þegar étin, af honum og öðrum, og mynslan ein sé eftir og hefðbundið launafólk geti svo sem skipt henni á milli sín.

Bjarni leggur mikla áherslu á að ríkisstjórnin hafi sýnt vilja til að „eiga þetta samtal,“ við aðila vinnumarkaðarins. „Það er auðvitað gam­al­kunn­ugt stef að aðilar vinnu­markaðar­ins vilja seil­ast sí­fellt lengra inn í ákv­arðanir sem heyra und­ir þing og rík­is­stjórn.“ Hann segir: „Kjaraviðræður á al­menna markaðnum snú­ast um kaup og kjör en eiga ekki að snú­ast um sí­fellda kröfu­gerð á stjórn­völd.“

Bjarni segri með ólík­ind­um að heyra verka­lýðsleiðtoga segja vera svigrúm til 20-30% launa­hækk­ana, „…og af því að það hafi ekki skilað verðbólgu í fortíðinni muni það ekki gera það í framtíðinni. Það er mjög und­ar­legt að hlusta á svona tal.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki fer á milli mála að fjármálaráðherra býr sig undir hörð átök í samskiptum ríkis og vinnandi fólks.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: