Umhverfi „Nú hefur loftmengun verið tengd við aukna hættu á að þróa með sér óreglulegan hjartslátt og æðastíflu í lungum samkvæmt vísindamönnum. Um áhrif loftmengunar sem áhættuþáttar vegna hjartaáfalls og heilablóðfalls er ekki eins ljóst segja sérfræðingar í Bretlandi. Rannsóknargögn frá Englandi og Wales sýna að eldra fólki stafar meiri hætta af loftmengun. Fleiri rannsókna er þörf vegna mögulegra áhrifa loftmengunar á hjartasjúkdóma segir British Heart Foundation.“
Þetta kemur fram í Umhverfisfréttum, sjá nánar hér.
Þar kemur fram að rannsóknarteymi við London School of Hygiene and Tropical Medicine rannsakaði gögn sem safnað var í Englandi og Wales á árbilinu 2003-2009 á tengslum hjartasjúkdóma og styttri tíma loftmengunar. Vísindamennirnir komust að því að slík styttri tíma loftmengun tengdist loftmengun þ.e. að fram komu óreglulegur hjartsláttur og æðastíflu í lungum. Þeir sem helst urðu fyrir þessu voru orðinir 75 ára konur segir Dr. Ai Milojevic. Rannsóknin leiddi í ljós sannanir fyrir því að loftmengun hefur áhrif á óreglulegan hjartslátt en engin bein sönnunargögn fundust þegar litið var til hjartaáfalls og heilablóðfalls sem yfirleitt leiðir af æðastíflu segir hann. Eldra fólk og sjúklingar á spítala með króníska hjartasjúkdjóma eða óreglulegan hjartslátt eru rannsakaðir vegna áhættu.
Rannsóknin var birt í blaðinu Heart og sagði British Heart Foudation þessar rannsóknir sýna að loftmengun geri ástandið í þessum efnum verra og enn verra hjá viðkvæmu fólki. Rannsóknin leggur ákveðinn þunga á þá vitneskju sem þegar var til í þessum efnum en gengur lengra og bendir beinlínis á tengsl loftmengunar og aukinnar áhættu á æðastíflum í lungum og hjartsláttartruflana segir Julie Ward, hjúkrunarkona. En eins og við margar rannsóknir þá þurfum við að sjá stærri mynd og þrátt fyrir að þetta sé stór rannsókn þá hefur hún sýnar takmarkanir segir hún. Við þurfum þess vegna að gera meiri rannsóknir á því hvernig nákvæmlega loftmengun þ.e. agnir loftmengunar hefur áhrif á þessa þætti.
Um 7 milljónir manna dóu vegna loftmengunar á árinu 2012 samkvæmt World Health Organization (WHO). Þessar niðurstöður benda sterklega til tengsla loftmengunar og hjartasjúkdóma, ristilvandamála og krabbameins.