- Advertisement -

Telja trúnað við kerfið vera mikilvægari en hollustuna við eigið félagsfólks

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

Mér var bent á að kona sem að situr í stjórn SGS-félags hafi ritað færslu þar sem að hún heldur því fram að Efling taki að sér uppsagnir fyrir atvinnurekendur. Aumingja konan heldur þessu rugli fram vegna þess að ég lét félagsfólk Eflingar vita af því sem að í vændum er í fyrramálið. Tveir formenn úr framvarðasveit SGS láta sér líka við færslu vesalings konunnar. Það er ömurlegt að verða vitni að slíkri lágkúru. Og erfitt að átta sig á því hvað fólkinu gengur til.

Staðreyndin er sú að fulltrúa Eflingar var tilkynnt um að segja ætti upp 19 ræstingarkonum og 8 til viðbótar sem að starfa í þvottahúsinu, ásamt öðrum. Að þetta væri gert til að spara peninga. Að útvista ætti störfunum til að spara.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessum upplýsingum var komið áfram til mín. Ég hugleiddi hvað rétt væri að gera. Og komst að þeirri niðurstöðu að mér bæri skylda til að upplýsa félagsfólk Eflingar um hvað væri í vændum. Að auki tel ég það skyldu mína og félagsins að berjast fyrir því að þessari ömurlegu og óverjandi ákvörðun verði snúið til baka, og það ætla ég að gera.

Ég veit að einhverjum finnst að ég hefði ekki átt að opna á mér munninn.

Ég veit að einhverjum finnst að ég hefði ekki átt að opna á mér munninn. Að ég hefði átt að láta sem ég vissi ekki af ruglinu. Að ég hefði átt að gera það sem því miður hefur tíðkast allt of lengi í verkalýsðhreyfingunni, að senda frá sér yfirlýsingu eða ályktun eftir að allt er gengið yfir en láta svo þar við sitja. Taka ekki slaginn. Telja trúnaðinn við kerfið vera mikilvægari en hollustuna við eigið félagsfólks. Einhverjum SGS formönnum og minni spámönnum sambandsins finnst það.

En mér finnst það ekki. Mér finnst ógeðslegt að Grundarheimilin ætli að reka þetta Eflingar-fólk. Til að spara sér smápeninga og til að færa íslenskum yfirstéttarkörlum enn annað tækifærið til að græða á fátækum konum. Og mig langar ekki til að þegja yfir því. Mig langar að segja frá. Þessvegna lét ég félagsfólk vita. Af því að þau eiga rétt á því að formaður í félaginu þeirra upplýsi þau um grafalvarlegt mál eins og það sem hér um ræðir. Af því að ég vinn ekki fyrir kerfið, ekki fyrir Grundarheimilin. heldur fyrir þau.

Ég vona að stjórn Grundaheimilanna hætti við uppsagnirnar. Ég og félagar mínir ætlum að berjast fyrir því og gegn þessum svívirðilegu útvistunum sem að gera konur fátækari og ríka karla ríkari.

„Þegar blaðamaður mbl.is náði tali af for­mann­in­um kvaðst hún ein­mitt sitja við lest­ur á ný­út­gef­inni skýrslu Vörðu, rann­sókn­ar­stofn­unn­ar vinnu­markaðar­ins, um heilsu og fjár­hags­stöðu ræst­inga­starfs­fólks á ís­lensk­um vinnu­markaði.

Seg­ir Sól­veig Anna niður­stöður skýrsl­unn­ar ein­mitt sýna bága stöðu ræst­ing­ar­fólks, sem al­mennt lifi við verri lífskil­yrði en annað fólk á al­menn­um vinnu­markaði.

…á sem fara með völd­in á Grund­ar­heim­il­un­um til að end­ur­skoða af­stöðu sína…

Skýrsla Vörðu sýni m.a. fram á að and­leg og lík­am­leg heilsa ræst­inga­fólks sé verri og að 49,6 pró­sent geti ekki mætt 80 þúsund króna óvænt­um út­gjöld­um.

„Það er ekki síst vegna þess­ara aðstæðna sem við hvetj­um þá sem fara með völd­in á Grund­ar­heim­il­un­um til að end­ur­skoða af­stöðu sína,“ seg­ir Sól­veig Anna.

Hún kveðst sjálf hafa hringt í Gísla Pál Páls­son, stjórn­ar­formann Grund­ar­heim­il­anna, til að koma and­mæl­um fé­lags­ins við upp­sögn­un­um á fram­færi, eft­ir að stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins til­kynntu stétt­ar­fé­lag­inu um ákvörðun­ina.

Hver voru viðbrögð hans við sím­tal­inu?

„Hann móttók þess­ar upp­lýs­ing­ar frá mér. Mót­mæli mín við aðgerðinni, hvatn­ingu til að snúa henni til baka, ábend­ingu um að lesa niður­stöðu skýrsl­unn­ar um hræðilega stöðu ræst­inga­fólks og jafn­framt til­kynn­ingu um að við í Efl­ingu mynd­um gera það sem við get­um til þess að fá þau til að snúa ákvörðun­inni til baka.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: