- Advertisement -

„Tekjuskerðingar tel ég almennt vera ágætisleið“

Guðmundur Ingi Kristinsson:
„Ég spyr: Er það boðlegur málflutningur að segja bara rangt frá í þingsal?“

„En tekjuskerðingar tel ég almennt vera ágætisleið til að stýra takmörkuðu fjármagni til þeirra sem eru í mestri þörf,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, á Alþingi, þegar hann reyndi að svara spurningum Guðmundar Inga Kristinsson Flokki fólksins.

Guðmundur Ingi hafði sagt: „Þann 27. ágúst sl. í andsvari kl. 14:16, sagði hæstvirtur. fjármálaráðherra: „Og varðandi krónu á móti krónu þá erum við ekki lengur með það fyrirbæri eftir nýjustu breytingar.“ Ég spyr: Er þetta rétt hjá honum? Veit hann ekki betur? Það var samþykkt í vor króna á móti krónu í búsetuskerðingar, króna á móti krónu. Hjá þeim sem hafa það verst eru búsetuskerðingar. Það furðulega var að ríkið var tilbúið að borga 30–40 milljónir til að búa til krónu á móti krónu kerfið. Það hefði getað sparað sér 30–40 milljónir við að sleppa þessu. Þannig að króna á móti krónu er inni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo sagði Guðmundur Ingi: „Ég spyr: Er það boðlegur málflutningur að segja bara rangt frá í þingsal? Þið samþykktuð þetta sjálf. Ég spyr ráðherra hvort hann sé ekki sammála mér að við eigum að stoppa þessa krónu fyrir krónu og spara ríkinu þær 30–40 milljónir sem þetta kostar.“

„Háttvirtur þingmaður orðaði það þannig að verið sé að setja krónu á móti krónu skerðingar á þá sem standa veikast. Þessu er einmitt öfugt farið,“ sagði Bjarni. „Eftir því sem fólk hefur hærri tekjur annars staðar frá þá skerðist rétturinn til að fá þennan tiltekna bótaflokk. Þannig er þetta hugsað. Svo getum við tekist á um það hvort nægum fjármunum sé ráðstafað í viðkomandi bótaflokk, hvort ekki eigi að hækka bæturnar o.s.frv.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: