Stjórnmál

Tekist á í Miðflokki

By Miðjan

May 21, 2021

Vilji er til að bola einu konunni í þingflokki Miðflokksins burt. Heimildir Fréttablaðsins segja að Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, muni sækjast eftir annað sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar.

Þar er Anna Kolbrún Árnadóttir fyrir. Og vill verða áfram. Formaðurinn, Sigmundur Davíð, er í fyrsta sæti listans. Og verður.

Eins herma þessar sömu heimildir að sótt verði að Gunnari Braga, fyrrverandi varaformanni Miðflokksins og þingflokksformanni.

Una Margrét Óskarsdóttir er sögð vilja fá forystusætið í Kraganum, þar sem Gunnar Bragi er fyrir.

Þá eiga þeir Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason eftir að bítast um forystusætið á Suðurlandi.

Uppstilling verður hjá Miðflokki í öllum kjördæmum. Staða flokksins er afar bágborin þessa dagana. Fylgið hefur tálgast af Miðflokknum.