Fréttir

Teitur Björn bombar á Fréttablaðið

By Miðjan

January 15, 2020

Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna skrifa á  leiðarasíðu Fréttablaðsins, þar sem  Teitur Björn og fleiri var sakaður um  undirlægjuhátt gagnvart fiskeldisfyrirtækjum vestra.

Teitur Björn skrifaði til dæmis: „Stjórnendur og eigendur Fréttablaðsins eru nú í dauðafæri á því að komast í skjól ríkisjötunnar með rekstur sinn með frumvarpi menntamálaráðherra um ríkisframlög til fjölmiðla. Fólk á Vestfjörðum, sem á allt sitt undir eigin verðmætasköpun, er ekki svo heppið. Ekkert frumvarp er í þinginu sem kveður á um slíkt ríkisframlag til þeirra. Það þarf að vinna fyrir sér sjálft og væri óskandi að Fréttablaðið sýndi þeirri baráttu skilning.“