- Advertisement -

Taumlaust okur auðvaldsins og ofurheimsk efnahagsstjórn

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Dóttir mín og vinkona hennar voru einar heima í gær meðan við hjónin fórum í leikhús. Þær vildu panta pizzu og ég rétti þeim 2000 kall og þær ranghvolfdu augunum, sögðu að þetta væri ekki nóg. Ég kíkti því inn á vef Domino’s og varð fyrir áfalli. Hverjum dettur í hug að selja pizzu á 3.490 kr.! Það eru 25 evrur! Fyrir pizzu! Eftir að hafa hlustað á Gylfa Zoega halda því fram í Silfrinu að launafólk á Íslandi hefði það of gott sló ég inn hvað stór pizza margarita kostar í nokkrum löndum:

Ástralía: 866 kr.
Holland: 1.096 kr.
Þýskaland: 1.308 kr.
Svíþjóð: 1.314 kr.
Belgía: 1.517 kr.
Noregur: 1.693 kr.
Ísland: 2.340

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í öllum tilfellum er þetta verð í miðbæ stærstu borga viðkomandi landa.

Þessi einfalda pizza sem er ekkert annað hveiti, ostur og tómatsósu er svona mikið dýrari á Íslandi en í þessum löndum:

Noregur: 38%
Belgía: 54%
Svíþjóð: 78%
Þýskaland: 79%
Holland: 113%
Ástralía: 170%


vo má benda á að þessi verðmunur ræðst að hluta til að vitlaust skráðu gengi. Gylfi Zoega og aðrir fulltrúar í peningamálanefnd Seðlabankans hafa haldið uppi gengi krónunnar með ofur háum vöxtum, með því markmiði að halda hér uppi fölskum kaupmætti og greiða niður verðbólgu.

Ef fara ætti að ráðum Gylfa Zoega og vega upp okrið á Íslandi með launalækkunum þyrftum við líklega að berja niður laun láglaunafólksins á Domino’s niður í 200 þús. kr. á mánuði til koma verðlaginu hér undir verðlag í Noregi eða Svíþjóð en niður í 75 þús. kr. á mánuði ef ætlunin er að láta láglaunafólk greiða niður hér verðlag að því sem er í Ástralíu, svo hið sturlaða auðvald geti haldið áfram okri sínu.

Svo má benda á að þessi verðmunur ræðst að hluta til að vitlaust skráðu gengi. Gylfi Zoega og aðrir fulltrúar í peningamálanefnd Seðlabankans hafa haldið uppi gengi krónunnar með ofur háum vöxtum, með því markmiði að halda hér uppi fölskum kaupmætti og greiða niður verðbólgu. Með þeim afleiðingum að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa kramist á milli gengis og kostnaðar, ekki síst fjármagnskostnaðar sem leggst þungt á vaxtagreinar. Gylfi lætur sem hann beri enga ábyrgð á háum vöxtum og of háu gengi þótt hann sé þar helsti gerandinn. Hann vill að láglaunafólk axli ábyrgð á hagstjórnarmistökum hans og félaga hans og taki á sig þrjú ár enn af launum sem duga ekki fyrir framfærslu út mánuðinn.

Vandi okkar er ekki launakröfur láglaunafólksins heldur taumlaust okur auðvaldsins og ofurheimsk efnahagsstjórn undir blessun nýfrjálshyggjuhagfræðingar eins og Gylfa Zoega. Sem er svo djúpt sokkinn í fen nýfrjálshyggjunnar að hann mætir í Ríkissjónvarpið til að halda því fram að launafólk eigi að leggja niður kröfu sína um að geta lifað af launum, hélt því fram að það væri krafa væri best geymd á nítjándu öld.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: