- Advertisement -

Tanja hataði sjálfa sig fyrir að vera til: „Eftir 40 ár gafst ég upp á biðinni“

Tanja Sif Hansen átti erfiða og átakanlega æsku. Það var loksins við fertugt sem hún gafst upp á biðinni eftir móðurástinni og þá fann hún fyrirgefninguna og styrkinn til að halda áfram með líf sitt.

Móðir Tönju Sifjar yfirgaf hana þegar hún var aðeins tveggja ára gömul. Saga hennar er sögð á vef Nútímans. „Narsissískt uppeldi þekkist um allan heim. Þetta er kynslóðargalli; afleiðing þess að tala ekki um hlutina, taka ekki ábyrgð og skila ekki skömminni. Mamma mín vildi eflaust að börnin hennar fengju betri æsku en hún en gat svo ekki horfst í augu við sjálfa sig og viðurkennt eigin mistök,“ segir Tanja.

„Mamma er mjög bitur eftir sína æsku og hefur talað um að það hafi verið hræðilegt að alast upp í fátækt en í ofanálag beittu foreldrar hennar hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Mamma varð ólétt eftir pabba fimmtán ára og var orðin þriggja barna móðir fyrir tvítugt. Henni leið aldrei vel á Íslandi og flutti aftur út þegar ég var tveggja ára; yfirgaf okkur systurnar hreinlega og skildi okkur eftir hjá pabba.“

Tanja segir oft hafa fundið fyrir fordómum í íslensku samfélagi eftir að móðir hennar yfirgaf sig. „Ég fékk oft að heyra: „Aumingja litla systir þín að þekkja ekki mömmu sína“. Hlutskipti mitt var bara að vera byrði. Ég vorkenndi systrum mínum og hataði sjálfa mig fyrir að vera til. Þetta hafði djúpstæð áhrif á mig. Í dag er ég mjög sátt með þá vitneskju að það er ekki hægt að gera öllum til geðs og er hætt að pæla í hvað fólki finnst um mig.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: