- Advertisement -

Talsverður munur á vörum í apótekum

Í könnun verðlagseftirlits ASÍ á almennum vörum sem fást í apótekum kemur í ljós að verðmunur er oftast milli 25 og 50% milli hæsta og lægsta verðs. Mestur var munurinn 84%. Tvö apótek neituðu að taka þátt í könnuninni.

Á vef ASÍ kemur fram að verðlagseftirlit ASÍ hafi kannað verð á ýmsum vörum sem seldar eru í apótekum, mánudaginn 3. nóvember. Skoðaðar voru m.a. vörur eins og plástrar, krem, varasalvi, fæðubótarefni og lúsasjampó. Farið var í 21 apótek en Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni.

Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut eða í 8 tilvikum af 47 og hjá Austurbæjar Apóteki Ögurhvarfi í 7 tilvikum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Siglufjarðar Apóteki í 8 tilvikum af 47 og hjá Gamla apótekinu Melhaga og Lyfsalanum Álfheimum í 7 tilvikum. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Minnsti verðmunur í könnuninni var 10% en sá mesti 84%.

Mestur verðmunur í könnuninni var á Panaten kremi (50 ml.) sem var dýrast á 709 kr. hjá Lyfsalanum Álfheimum en ódýrast á 385 kr. hjá Austurbæjar Apóteki sem er 324 kr. verðmunur eða 84%. Minnstur verðmunur var á Ros bleikum naglalakksleysi (100 ml.) sem var dýrastur á 619 kr. hjá Austurbæjar Apóteki en ódýrast á 563 kr. hjá Rima Apóteki Langarima sem er 10% verðmunur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar af vef ASÍ.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: