Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur er vísindamaður sem ég hlusta á og tak mark á. Hann skrifar ljómandi fína grein í Moggann í dag. Þar kemur margt fram sem gott er að taka eftir.
Mér hefur þótt ríkisstjórnin, og einkum Katrín Jakobsdóttir, tala og tala um umhverfismál án þess að hún tali um nokkuð sem skiptir raunverulega máli. Einar er vel pennafær maður og hann skrifaði um það sem ég hef hugsað svo ég kýs að gera þessi orð hans að mínum:
„Hér á landi forðast menn t.d. eins og heitan eldinn að gera upp gamlar syndir stóriðjunnar í losun koltvíildis eða hinn gríðarmikla umhverfiskostnað sem nýja „stóriðjan“ okkar, ferðaþjónustan, er völd að. Þess í stað er sjónum markvisst beint að litlum og sætum aðgerðum sem allir skilja, s.s. eins og að fella niður virðisaukaskatt á reiðhjólum eða auka grænkerafæði í mötuneytum skólabarna.“
Þetta er sönn mynd hjá Einari. Hann beinir sjónum sínum helst að Norðmönnum og aukinn olíu- og gasvinnslu þeirra. Eðlilega vitnar hann til Gretu Thunberg og þeirri fínu ákvörðun hennar um að hafna umhverfisverðlaunum Norðurlandanna. Einar skrifar:
„Á sinn raunsæilega hátt varpaði hún eiginlegri sprengju framan í forsætisráðherra allra Norðurlandaþjóðanna sem sátu alvörugefnir á fremsta bekk þegar hún bætti við að þess væru engin merki að nauðsynlegar breytingar væru fram undan.“
Þau sem enn lesa Moggann ættu að lesa alla grein Einars Sveinbjörnssonar.