Tala um eyðileggingu Laugavegar
Nokkrir kaupmenn og Bolli Kristinsson skrifa grein í Fréttablaðið í dag. Þar svara þeir áður birtri grein. Kaupmennirnir eru ákveðið á móti lokun Laugavegar og Skólavörðustíg. Og tala eflaust af þekkingu.
„Eyðileggingin sem fylgir lokunum eykst með ári hverju og æ færri viðskiptavinir koma aftur í bæinn þegar opnað er aftur að hausti enda hafa borgaryfirvöld vanið þá á að versla annars staðar þar sem aðgengi er greitt og bílastæði næg. Í fjölmiðlum hefur nýlega verið fjallað um stóraukin viðskipti nokkurra verslana sem flutt hafa af Laugavegi sem segir allt sem segja þarf um erfitt rekstrarumhverfi í miðbænum. Eigendur flestra þessara verslana hefðu helst af öllu kosið að halda rekstrinum áfram á sínum gamla stað, enda á miðbærinn sérstakan stað í hjörtum okkar allra. Þeir standa aftur á móti margir frammi fyrir þeirri spurningu að glata annaðhvort ævistarfinu ellegar flytja úr miðbænum.“