Að því gefnu að sami þingmaður hafi ekið mestra allra þingmanna í þau fimm ár sem upplýst hefur verið um, hefur sá fengið greiddar tæpar 25 milljónir króna greiddar fyrir aksturinn. Sá hefur þá ekið hátt í 250 þúsund kílómetra á fimm árum.
Fjárhæðir til þingmanna eru ekki greindar á kjördæmi, „…enda þykir þá farið nærri persónugreinanlegum upplýsingum. Hafa ber í huga að hér er í senn um að ræða endurgreiðslu fyrir daglegan akstur á þingstað og endurgreiðslu fyrir ferðir á fundi og annað af því tagi,“ segir í svarinu við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata.