- Advertisement -

Sýslumenn mynda andspyrnu við Jón og Framsókn leggst gegn frumvarpi hans

„Bent er á að verði frumvarpið að lögum felur það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra.“

Sýslumenn sparka í Jón dómsmálaráðherra og Framsókn leggst fyrir ætlanir hans

Eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins um sýslumannsfrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er ljóst að ráðherra mætir mikilli fyrirstöðu. „Stjórn Sýslumannafélags Íslands gagnrýnir einnig frumvarpið harðlega, enda sé það ekki unnið á faglegum forsendum,“ segir í fréttinni og sýslumenn segja:

„Bent er á að verði frumvarpið að lögum felur það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra.“ Það er eflaust mergur málsins. Gott fyrir Sjálfstæðisflokksins að hafa vald sýslumanna innan armslengdar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Páll Magnússon, sem var fyrsti þingmaður Suðurkjördæmi en varð aldrei ráðherra, en er nú forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjarbæjar, kemur eflaust nærri þessu:

Einnig segir að Vestmannaeyjabær muni „gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að reka ráðherrann til baka með áform sín“.

Svo er það Byggðastofnun:

Byggðastofnun segir í umsögn sinni um frumvarpið að um stóra kerfisbreytingu sé að ræða með gagngerri endurskoðun skipulags, „sem framselur vald úr héraðsbundnum stjórnsýslueiningum sýslumanna inn í miðstýrða einingu“. Ekki verði séð með augljósum hætti að nauðsyn sé á þessum miklu stjórnsýslubreytingum til að ná kynntum markmiðum um bætta þjónustu og fjölgun verkefna í landsbyggðunum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: