Fréttir

Sýslumaður tafði hjúkrunarheimili í tvö ár

By Miðjan

December 29, 2018

Landsréttur hefur ógilt lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á hönnun hjúkrunarheimilis í Kópavogi.

„Stefnt var að því að taka heimilið í notkun á seinni hluta árs 2018. Sem sagt ef allt hefði verið í lagi þá væri búið að opna það. Til stóð að setja hönnunina á þessum 64 rýmum í samkeppni en þeir sem höfðu annast hönnun hjúkrunarheimilisins sem þegar er risið fengu lagt lögbann við því að hönnunarsamkeppnin færi fram,“ skrifar Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, og fyrrum formaður bæjarráðs.

„Nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur Landsréttur dæmt í málinu og niðurstaðan er sú að fella beri úr gildi lögbann sem sýslumaðurinn á höfðuborgarsvæðinu lagði við því að Framkvæmdasýsla ríkisins léti hönnunarsamkeppni fara fram um hönnun hjúkrunaríbúðanna. á Það er því óskandi að nú verði hægt að fara af stað aftur og klára málið,“ skrifar hún.

Það var í september 2016 sem samkomulag var undirriða milli Kópavogsbæjar og  þáverandi heilbrigðisráðherra um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Hjúkrunarheimilið átti að rísa á lóð Kópavogsbæjar og tengt við byggingu hjúkrunarheimilis sem þegar hefur risið á lóðinni.

Ef ekki hefði komið til gagnslaust inngrip Sýslumannsins eru allar líkur á að níu væri búið að opna 64 rými í nýju hjúkrunarheimili.