Mannlíf

Synir Egils á Samstöðinni í dag

By Miðjan

January 05, 2025

Við bræður, ég og Gunnar Smári, verðum í beinni útsendingu á Samstöðinni klukkan 12:40 í dag. Við fáum góða gesti í þennan fyrsta þátt á árinu 2025. Margt er til að spjalla um.

Ný ríkisstjórn, veðurstofa Valhallar og átökin þar innanhúss. Hvaða örlög bíða Sigurðar Inga sem situr nú uppi með minnsta fylgi Framsóknar. Hvað gerir hann? Ætti að hætta sem formaður, en óvíst að rati þá leið.

Eflaust verður margt þetta og margt annað á dagskrá þáttarins.