- Advertisement -

Sýndarmenskan í utanríkisráðuneytinu og fimmtíu ára gamalt kosningaloforð

„Aug­lýs­ing hér í Morg­un­blaðinu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um fyr­ir viku gæti bent til þess að flokk­ur­inn ætli að heyja kosn­inga­bar­átt­una á 50 ára gömlu bar­áttu­máli ungra sjálf­stæðismanna um báknið burt. Það er já­kvætt enda löngu tíma­bært en ekki al­veg ein­falt. Frá því að upp­reisn­ar­menn frjáls­hyggj­unn­ar komust til valda í flokkn­um fyr­ir um fjór­um ára­tug­um hef­ur báknið þanizt út sem aldrei fyrr og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn átt sinn hlut að því,“ skrifar Styrmir Gunnarsson í Mogga dagsins.

„Til þess að tekið verði mark á þessu mark­miði nú þarf vilji til þess að sjást í verki fyr­ir kosn­ing­ar. Og þar sem flokk­ur­inn hef­ur fjár­málaráðuneytið í sín­um hönd­um ætti það að vera létt verk.“

Styrmir er ekki hrifinn af umfangi utanríkisráðuneytisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ráðherrarnir fyrrverandi: Davíð og Halldór.
Slíkt of­mat á sjálfu sér kostaði óheyri­legt fé þegar ut­an­rík­is­ráðuneytið ætlaði að kaupa sér sæti með stóru strák­un­um.

„Ut­an­rík­is­ráðuneytið er aug­ljóst fyrsta verk­efni. Þar er mesta tildrið og sýnd­ar­mennsk­an og hef­ur alltaf verið. Ut­an­rík­isþjón­usta allra landa ein­kenn­ist af því og þótt hún sé alls staðar hlægi­leg er hún hlægi­leg­ust hjá smáríkj­un­um. Snemma á þess­ari öld taldi ráðuneytið að það gæti haft milli­göngu um frið milli Ísra­ela og Palestínu­manna. Nú tel­ur það sig geta miðlað mál­um á milli Banda­ríkja­manna og Rússa.

Slíkt of­mat á sjálfu sér kostaði óheyri­legt fé þegar ut­an­rík­is­ráðuneytið ætlaði að kaupa sér sæti með stóru strák­un­um.

Til að skipta máli í þeim leik þarf fjöl­menn­ar þjóðir, mikla fjár­muni og öfl­ug­an her. Við höf­um ekk­ert af því.

Jafn­framt er kom­inn tími til að fækka sendi­ráðum bæði á Norður­lönd­um og ann­ars staðar. Þau hafa ein­fald­lega litl­um verk­efn­um að sinna. Eitt sendi­ráð í Osló dug­ar fyr­ir Norður­lönd­in öll. Ríkið get­ur sparað sér kostnað við sendi­herra­bú­staði ann­ars staðar, sem í sum­um til­vik­um geta kostað um 600 millj­ón­ir. Sendi­ráð í sum­um öðrum lönd­um eru al­ger­lega óþörf.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: