- Advertisement -

Sykurpúða kex með sultu

Rakst á þessa uppskrift fyrir löngu síðan og langaði alltaf til að prófa hana. Ég var ótrúlega fljót að gera þetta og þessar kökur eða kex kom okkur heimilisfólkinu skemmtilega á óvart. Þær eru ekki bara fallegar heldur líka mjög góðar.

110 gr mjúkt smjör
110 gr sykur
150 gr hveiti
1 vanillustöng
1 eggjarauða
1 tsk vanilludropar
16 sykurpúðar skornir í tvennt eða helmingi fleiri litlir(ég notaði sykurpúða frá Nicolas Vahé)
Sulta að eigin vali(ég notaði Rasberry & Ginger sultu frá Nicolas Vahé)

Setjið í hrærivélaskálina smjörið og sykurinn og hrærið vel saman með spaðanum sem passar í vélina. Þegar þið eruð búin að blanda þessu vel saman, skafið þá deigið sem er fast í hliðunum á skálinni. Bætið þá saman við fræjunum úr vanillustönginni, eggjarauðunni og vanilludropunum og hrærið vel saman. Að lokum bætið þið hveitinu saman við og hrærið vel saman.

Takið form sem er c.a 20 cm í þvermál, setjið bökunarpappír í botninn á forminu og setjið deigið í það, pressið það jafnt niður í formið með fingrunum en passið að það sé nokkuð slétt. Bakið við 180°C í 20-25 mínútur eða þangað til kakan er orðin gullinbrún. Takið hana þá út og látið kólna vel. Ekki slökkva á ofninum heldur hækkið hitann á honum í 220°C.
Berið sultu ofan á kökuna og raðið sykurpúðunum sem þið eruð búin að skera í tvennt ofan á kökuna. Setjð aftur inn í ofn í 5 mínútur eða þangað til að sykurpúðarnir eru farnir að linast. Takið þá út og setjið á grill stillinguna í ofninum. Þrýstið með skeið ofan á hvern sykurpúðar þannig að þeir verða flatir og setjð aftur inn í ofn. Fylgist vel með þeim því þeir þurfa bara nokkrar sekúndur í að bráðna og geta brunnið mjög fljótt. Takið úr ofninum og látið kólna vel áður en þið skerið í bita.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessar koma ótrúlega á óvart og eru alveg svakalega góðar – það er alveg hægt að geyma þær í 4-5 daga eftir að búið er að skera þær, passa bara upp á að hafa þær í lokuðum umbúðum. Það er hægt að setja hvaða sultu sem er – bara uppáhalds sultuna sína. Ég setti Rasberry Ginger sultuna frá Nicolas Vahé sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér og svo notaði ég litla sykurpúða sem eru líka frá Nicolas Vahé en það er auðvitað hægt að nota hvað sem er og það er örugglega líka gott að nota súkkulaði í staðinn fyrir sultuna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: