Ernst & Young ehf. (EY) og Rögnvaldur Dofri Pétursson voru með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær sýknuð af tæplega 673 milljón króna bótakröfu þrotabús Sameinaðs sílikons hf. Niðurstaða héraðsdóms er áhugaverð fyrir þær sakir að samkvæmt henni var saknæmri háttsemi Rögnvaldar Dofra, sem var endurskoðandi félagsins, en orsakatengsl skorti á milli hennar og meints tjóns.