Mannlíf

„Svona manni er auðvitað alls ekki treystandi“ – „Ég kýs Framsóknarflokkinn“

By Miðjan

September 22, 2021

Margur stjórnmálamaðurinn er umdeildur. Í Mogga dagsins skrifa tveir um Sigurð Inga og eru aldeilis ósammála. Hjörleifi Hallgríms á Akureyri er mikið niðri fyrir:

„Sigurði Inga tókst að stuðla að klofningi 100 ára gamals stjórnmálaflokks og bola í burtu, með fulltingi sérlega lélegs fólks innan flokksins, manninum sem hafði leitt flokkinn til eins stærsta sigurs í kosningum sem um getur. Svona manni er auðvitað alls ekki treystandi! Það er margt gott og skynsamt fólk í Framsóknarflokknum, það þekki ég eins og ég hef áður sagt, og Miðflokkurinn stendur því alltaf opinn,“ skrifar Hjörleifur.

Og líka þetta: „Það er margt gott og skynsamt fólk í Framsóknarflokknum og Miðflokkurinn stendur því ávallt opinn þar sem heiðarleikinn er í fyrirrúmi.“

Geir Jón Þórisson, fyrrum varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögreglumaður, skrifar grein þar sem hann segir: „Val mitt er auðvelt: Ég kýs Framsóknarflokkinn og hvet aðra til að gjöra slíkt hið sama.“

Hann skrifaði líka: „Stuttu eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson varð samgönguráðherra núverandi ríkisstjórnar breytti hann þessu snarlega. Sama gjald fyrir farþega hvort sem siglt væri í Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn og gjaldið tæki mið af því sem kostaði að sigla í Landeyjahöfn. Þetta eru mestu kjarabætur sem við Eyjamenn höfum fengið í mörg ár. Ég segi fyrir mig að aldrei fékk ég svona góðar kjarabætur á einu ári þegar ég starfaði í lögreglunni.“