- Advertisement -

Svona heyrist ekki frá flokkunum hér

Katrín Baldursdóttir skrifar:

…hlutabréfin haf hækkað upp úr öllu valdi eftir kosningarnar á Íslandi, sérstaklega bréfin í stórútgerðinni, Brimi og Síldarvinnslunni, og nú geta bara fjársterkir keypt íbúðir.

Þær fréttir voru að berast frá Þýskalandi að Jafnaðarmannaflokkurinn, sem vann sigur í nýafstöðnum kosingum, ætlar að beita sér fyrir því að hækka lágmarkslaun frá 9.5 evrum(1.438 kr) á tímann í 12 evrur(1.817 kr) ef flokkurinn nær að mynda ríkisstjórn sem allt bendir til. Þetta er töluverð hækkun. Svona heyrir maður ekki frá flokkunum á Íslandi, hvorki frá flokknum sem auglýsti-er ekki bara best að kjósa Framsókn-né flokknum sem segist vera vinstri flokkur og verður líklega áfram í ríkisstjórn. Ég á ekki von á að þessir flokkar beiti sér fyrir launahækkunum handa þeim lægstlaunuðu. Það er yfirleitt í hina áttina, sem er jú strax að koma í ljós, hlutabréfin haf hækkað upp úr öllu valdi eftir kosningarnar á Íslandi, sérstaklega bréfin í stórútgerðinni, Brimi og Síldarvinnslunni, og nú geta bara fjársterkir keypt íbúðir. Svona er Ísland í dag eftir kosningarnar 2021 og P.S. kosningar sem virðast auk þess brjóta öll lög og reglur um lýðræðislegar kosningar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: