Greinar

Svona er fátækt skattlögð

By Miðjan

December 04, 2018

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar: „Ég fékk rétt í þessu sent yfirlit yfir greiðslur örorkubóta frá Tryggingastofnun. Þar kemur fram að desemberuppbót er kr.43.103 eða kr.27.180 eftir skatt.

Í heildina fékk viðkomandi greiddar heilar 230.636 kr. fyrir útgjöldum heimilisins og komandi jólahátíð, eftir að hafa greitt 49.639 kr. í skatt.

Það er ekki mikill hátíðarbragur yfir kjörum öryrkja og ellilífeyrisþega svo mikið er víst.

Svo er það sama uppá teningnum hjá stjórnvöldum sem fá 181.050 kr. í jólakjararáðsbónus (orlofsuppbót innifalin, ef rétt reynist).

Við hljótum að geta gert betur við þá sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi. Ég hreinlega skammast mín fyrir að vera hluti af samfélagi sem kemur svona fram við okkar veikustu bræður og systur.

Ég skora á stjórnvöld að gera betur. Ég skora á Alþingi, ef einhver vottur er af sjálfsvirðingu eftir, að skattleggja ekki fátækt. Allavega ekki í desember. Í það minnsta að taka ykkur ekki meira en þið eruð tilbúin að skammta öðrum.“