- Advertisement -

Svívirðileg framkoma ríkisvaldsins

„Ég stend við svelti­stefnu­kenn­ingu mína og sýn­ist að ríkið nái að taka yfir flest þau hjúkr­un­ar­heim­ili sem eru í dag rek­in af sveit­ar­fé­lög­un­um fyr­ir næstu alþing­is­kosn­ing­ar. Við hin ætl­um að reyna að þrauka í rúmt ár enn.“

„Ég spyr því þá sem ráða ferðinni: Af hverju er niður­skurður á fjár­fram­lög­um til hjúkr­un­ar­heim­ila fjórða árið í röð? Höf­um við gert rík­is­vald­inu eitt­hvað til að verðskulda þessa sví­v­irðilegu fram­komu? Hafa heim­il­is­menn hjúkr­un­ar­heim­il­anna gert rík­is­vald­inu eitt­hvað til að verðskulda þessa sví­v­irðilegu fram­komu? – Mér finnst ráðamenn skulda okk­ur sem rek­um hjúkr­un­ar­heim­il­in svar og ekki síður eiga þeir sem byggðu upp okk­ar stór­kost­lega sam­fé­lag skilið að fá að vita af hverju fjár­magn til rekst­urs hjúkr­un­ar­heim­ila er sí­fellt skorið niður. Það er ekki eins og það hafi flætt fjár­magn upp úr öll­um skúff­um áður en þessi rík­is­stjórn tók við, engu að síður er enn og aft­ur skorið niður hjá hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins,“ skrifar Gísli Páll Gíslason, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í Moggann í dag.

Hann bendir á: „Fjórða árið í röð legg­ur rík­is­stjórn Íslands fram fjár­laga­frum­varp þar sem rekstr­ar­fram­lag til hjúkr­un­ar­heim­ila lands­ins er skorið niður um hálft pró­sent. Í lít­illi grein sem ég skrifaði um dag­inn vakti ég at­hygli á þessu og fékk viðbrögð. Frá nær öll­um nema þeim sem bera ábyrgð á fjár­laga­frum­varp­inu. Eina sem kom fram var að heil­brigðisráðherra neitaði því að til­gang­ur niður­skurðar­ins væri að svelta heim­il­in til þess að fá rekst­ur þeirra í rík­is­fangið. Ein­hver fréttamaður hefði þá kannski spurt ráðherra: „Af hverju er rekstr­ar­fé til hjúkr­un­ar­heim­ila skorið niður fjórða árið í röð á meðan nær all­ir aðrir rekstr­araðilar heil­brigðisþjón­ustu, lang­flest­ir op­in­ber­ir, fá veru­lega raun­aukn­ingu fram­laga um­fram verðlags- og launa­hækk­an­ir?“ en því miður þurfti ráðherr­ann ekki að svara.“

Gísli Páll er ósáttur við stjórnarflokkana og hvernig þeir hafa beygt eigin stefnu:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það stytt­ist í kosn­ing­ar.

„Það stytt­ist í kosn­ing­ar og þeir þrír flokk­ar sem nú mynda rík­is­stjórn þurfa ekki að vænta at­kvæða okk­ar sem rek­um þessi hjúkr­un­ar­heim­ili, og lík­lega ekki held­ur frá þeim sem þar búa, starfa og eiga aðstand­end­ur. Sjald­an hef­ur kosn­ingalof­orð þeirra þriggja, sem endaði í rík­is­stjórn­arsátt­mála þeirra, verið eins illi­lega svikið og nú en þar stend­ur: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstr­ar­grund­völl hjúkr­un­ar­heim­ila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjón­ustuþætti, svo sem heima­hjúkr­un, dagþjálf­un og end­ur­hæf­ingu.“ Þessi rík­is­stjórn hef­ur farið í þver­öfuga átt og svikið þetta með mikl­um bravúr og í raun ekki þurft að svara fyr­ir það. Bara af því bara, virðist vera viðkvæðið þegar eft­ir rök­semd­um er spurt.“

Og að lokum: „Ég stend við svelti­stefnu­kenn­ingu mína og sýn­ist að ríkið nái að taka yfir flest þau hjúkr­un­ar­heim­ili sem eru í dag rek­in af sveit­ar­fé­lög­un­um fyr­ir næstu alþing­is­kosn­ing­ar. Við hin ætl­um að reyna að þrauka í rúmt ár enn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: