- Advertisement -

Svívirðileg aðgangsharka auðvaldsins

Reyndar var ég búin að greiða þennan reikning

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Aðgangsharka auðvaldsins að venjulegu fólki er svívirðileg. Það er ekkert gefið eftir. Löglegt en siðlaust. Ég er hér með dæmi sem ég lenti í sjálf. Fékk innheimuviðvörun í pósti í morgun. Þetta er reikningur sem var á eindaga 1.apríl (skírdagur). Strax 6. apríl sendir þetta fyrirtæki, Íslensk Orkumiðlun, mér bréf þess efnis að ég þurfi að greiða skuldina 1.258 kr plús 673 krónur í innheimtukostnað og ef ég borgi ekki innan 10 daga fari skuldin í innheimtu til Motus.

Reyndar var ég búin að greiða þennan reikning en það breytir ekki því að það er viðbjóðslegt hvernig svona fyrirtæki (og þetta er fyrirtæki sem græðir á auðlindinni okkar eða orkunni) gengur að fólki. Skoðum það.

  • 1. Aðeins líða fimm dagar fá eindaga þegar fyrirtækið sendir hótunarbréf með innheimtukostnaði sem í þessu tilfelli er meira en helmingur af skuldinni.
  • 2. Strax er hótað að skuldin verði send til Motus
  • 3. Ekki var minnt á skuldina áður en innheimtukostnaður er lagður á og hörðum innheimtuaðgerðum hótað.
  • 4. Ekki er boðið upp á að semja um greiðsluna ef fólk getur ekki borgað strax.
  • 5. Innheimtustjórinn sem ég talaði við sagði þetta löglegt.
  • 6. En þetta hlýtur að teljast algjörleg siðlaust.

Það skal tekið fram að innheimtustjórinn sagði að ég hefði ekki átt að fá bréfið (enda búin að borga) og bað afsökunar á því. Ég benti honum þá á hvort honum fyndist þetta í alvörunni siðleg framkoma við fólk. Hann maldaði í móinn.

Við skulum athuga að fyrirtækin í landinu hafa fengið alls konar stuðning vegna Covid en almenningur engan, nema kannski að draga að borga afborganir af lánum, en auðvitað með fullum vöxtum svo það er engin gjöf.

En svo geta fyrirtæki sýnt svona lítilsvirðandi og siðlausa framkomu gagnvart fólki sem kannski er í verulegum fjárhagsvanda.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: