Greinar

Svindlarinn græðir / aðrir tapa

By Ritstjórn

August 07, 2020

Björn Leví Gunnarsson alþingismaður: „Þetta teljum við nokkuð snyrtilega leið til að draga úr skattgreiðslum.“

Með öðrum orðum: „Svona hækkum við skatta sem allir aðrir þurfa að borga.“

Ef þjónusta hins opinbera kostar 1.000 milljarða og fyrirtæki eins og Samherji notar útúrsnúninga til þess að draga „snyrtilega“ út skattgreiðslum þá þýðir það að peningarnir þurfa að koma einhvers staðar annars staðar frá … Nefnilega úr þínum vasa og mínum og fyrirtækjum sem skila sköttum á réttan hátt. Þá verður minna eftir í okkar vösum og samkeppnisstaða annara fyrirtækja verður verri. Allir tapa, nema þau sem svindla.

Ég vona að svona mál fari alla leið í gegnum dómskerfið og hver einasta króna skili sér á réttan stað ásamt því að önnur viðurlög verði viðeigandi.