- Advertisement -

Svindlar Sjálfstæðisflokkurinn?

„Ég harma það fyrir hönd Varðar og allra Sjálfstæðismanna í Reykjavík að viðkomandi útlendingur hafi fengið þessi skilaboð frá flokknum í þessu símtali,“ segir Gísli Kr. Björnsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um að hringt hefði verið úr Valhöll til útlendinga og þeim sagt að þeir hefðu ekki kosningarétt nema þeir hefðu íslenskt ríkisfang.

Gísli, eða aðrir, verður að gjöra svo vel og segja hvers vegna var hringt til fólksins og hver fyrirskipaði.

Enginn vafi er á að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, og í nafni hans, hafa reynt að koma i veg fyrir að hluti kjósenda taki þátt í kosningunum. „Við auðvitað hvetjum alla útlendinga sem hafa búið hér nógu lengi til að hafa öðlast kosningarétt til að nota hann og kjósa í komandi kosningum,“ segir Gísli eftir á. En er það svo?

Hér hefur verið vitnað til fréttar Fréttablaðsins. Þar segir einnig: „Að sögn Gísla hefur málið verið rætt á flokksskrifstofunni og hann segir að búið sé að fara yfir það með þeim sem starfa í úthringingum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er þetta nóg? Munu önnur framboð sættast á þessar skýringar? Ætlar flokkurinn að leggja fram í hversu marga var hringt svo hægt sé að kanna hvaða fólk fékk þau skilaboð að sitja heima á kjördag.

Halda má að Sjáflstæðisflokkurinn telji sig ekki eiga von margra atkvæða meðal erlendra kjósenda og hafi þess vegna gripið til þess að fæla fólkið frá því að kjósa. Er það í lagi?

 

 

 

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: