Fréttir

Svikarar í Nettó

By Miðjan

March 20, 2020

Þar sem við erum í sóttkví ákváðum við panta nauðsynjar á netto.is. Klukkan 9:41 í morgun fékk ég staðfestingu frá þessa leiðindaapparati. Þar sagði að pöntunin mín væri komin til skila og að ég fengi sms þegar þegar vinnsla hæfist. Sem er sennilega afgreiðsla á vörunum.

Rétt í þessu, klukkan 22:27 kom skeytið frá þeim. Segjast vera miður sín og segjast hafa gert mistök. Tekið við of mörgum pöntunum og að við verðum ekki afgreidd með það sem okkur sannanlega vantar fyrr en síðar. Mér var gefinn kostur á að velja aðra tímasetningu. Sem og ég gerði. Var ekki boðið upp á endurgreiðslu.

Nú er að bíða og sjá hvað gerist næst. Trúlega verða afkomendur okkar búnir að bjarga okkur með búðaferð áður en Nettó skilar af sér.

Þetta er óþolandi. Ég sagði í pöntuninni hver staða okkar er. Mig varðar ekkert um aulaskap þeirra í Nettó. Við björgumst. Eigum eitthvað borða. En Nettó er vinda vonlaust og ókurteist apparat. Það eru svikarar í Nettó. Lofa langt upp í ermarnar. Hafi þeir skömm fyrir.

-sme