Neytendur Neytendasamtökin fjalla um húsaleigumarkaðinn og þær hættur sem þar eru. Þar segir að þegar íbúðir eru leigðar séu oftar en ekki miklir hagsmunir í húfi fyrir bæði leigjanda og leigusala. „Það er algengt að leigusalar fari fram á að fyrir upphaf leigutíma séu háar fjárhæðir afhentar til viðbótar sjálfri leigunni, þá í formi tryggingar eða sem fyrirframgreiðsla. Í langflestum tilvikum fara samningar fram eftir að leigjandi hefur fengið að skoða íbúðina og miðast leiguverð yfirleitt einmitt við ástand íbúðarinnar auk annarra atriða. Það er mjög áhættusamt að gera húsaleigusamning vegna íbúðar sem leigjandi hefur ekki fengið að skoða og enn hættulegra að greiða leigugreiðslur áður en samningur hefur verið gerður og íbúðin skoðuð gaumgæfilega.“
Hér má sjá umfjöllun Neytendasamtakanna.