„Hagnaður þessara félaga er að hluta af síhækkandi leigu, en einkum af endurmati vegna hækkandi fasteignaverðs,“ skrifar Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur á Facebook, vegna fréttar Kjarnans.
„Hvort tveggja vegna skorts, sem bæði þessum félögum og byggingaverktökum er afar hagfellt að viðhalda. Sveitarfélög hafa takmarkað lóðaframboð og afhent fákeppnisfélögum þær lóðir sem til falla. Þessi ,,svikamylla” gegn almenningi er fjármögnuð með sparifé og lífeyrissparnaði almennings,“ skrifar Ragnar.
Í athugasemdum um aðkomu lífeyrissjóða, skrifar Ragnar: „Lífeyrissjóðir eiga ekki að eiga eina krónu í bólubraski. Sjóðfélagar hafa margir ef ekki flestir þurft að þola niðurfærslu réttinda sinna og fyllast vantraust á sjóðunum sínum ef þetta er gert.“