Svik og prettir virðast vera nokkurs konar þjóðaríþrótt
„Svik og prettir virðast vera nokkurs konar þjóðaríþrótt á Íslandi og spillingin hér á landi er mun meiri en mig nokkurn tíma grunaði,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í síðdegisþætti á Útvarpi Sögu í gær. Stjórnandi þáttarins var Ernu Ýrar Öldudóttur.
„Ragnar ræddi í þættinum um málefni lífeyrissjóðanna sem hann hefur verið mjög gagnrýninn á í gegnum tíðina, sér í lagi fjárfestingar þeirra sem hann segir oft vera á hæpnum forsendum. Hann segir að þegar upp komi grunur um eitthvað misjafnt innan lífeyrissjóðanna sem þarfnist nánari skoðunar við ríki skyndilega mikil þöggun,“ segir á vefsíðu Útvarps Sögu.
„Það er ekkert gert, það virðist ekki vera nein siðferðiskennd eða vilji hjá stjórnum lífeyrissjóða til þess að fara í, fletta ofan af og rannsaka eða láta reyna á fyrir dómstólum skaðabóta eða refsimál almennt, það er bara enginn vilji til þess,“ sagði Ragnar Þór.
Ragnar Þór nefnir dæmi máli sínu til stuðnings:
„Hvað hafa lífeyrissjóðirnir farið í mörg skaðabóta eða endurkröfumál frá árinu 2008, nefnilega engin, ekki eitt einasta,“ sagði Ragnar Þór.
Hér er hægt að hlusta á þáttinn.