- Advertisement -

Svik, lygar og prettir

Endurbótum sem styðja við og styrkja staðaranda götunnar.

„Stóra verkefni þessa árs er að vinna að jákvæðum og farsælum endurbótum á Laugavegi. Endurbótum sem styðja við og styrkja staðaranda götunnar,“ segir meirihluti borgarstjórnar í bókun um breyttan Laugaveg.

„Svik, lygar og prettir lýsa best vinnubrögðum meirihlutans í þessu máli,“ segir Vigdís Hauksdóttir.

„Kjarkurinn er að bresta. Með Tryggvagötu, Óðinstorgi og Hverfisgötu eru lagfæringar í 101 komnar langt yfir 2 milljarða. 2.000 milljónir í vita gagnslaus gæluverkefni á meðan grunnstoðir svelta. Minnt er á að nýbúið er að taka Laugaveginn allan í gegn með tilheyrandi kostnaði fyrir útsvarsgreiðendur. Þetta er nokkurskonar hreinræktuð þráhyggja gagnvart þessu svæði,“ bókaði hún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ekki verður farið í allsherjarendurbætur með tilheyrandi raski og stórum vinnuvélum. Þess í stað verða framkvæmdir smærri í sniðum og unnar í mörgum litlum áföngum. Rask við framkvæmdir verður sem allra minnst og einblínt verður á eitt rými í einu,“ bókaði meirihluti Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur formanns borgarráðs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: