- Advertisement -

Sveitastjórnarkosningarnar á Sprengisandi

Stjórnmál Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni, sem er á dagskrá alla sunnudagsmorgna, verða sveitastjórnarkosningarnar í fyrirrúmi. Auk þess að viðmælendur mæti í hljóðstofu verður einnig opnað fyrir símann og hlustendum boðið að taka þátt í umræðunum.

Staða einstakra flokka og framboða verða krufin. Fyrrverandi sveitastjórnarmenn, sem nú hafa tekið sæti á Alþingi, verða gestir þáttarins.

Sérstakur kosningaþáttur verður á fimmtudagsmorgun, uppstigningardag, þar sem talað verður við fólk víða um land, frambjóðendur líta við og lokið verður sett á kosningabaráttuna.

Aukaþátturinn verður klukkustund lengri en venja er til, eða frá klukkan níu til klukkan tólf.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: