- Advertisement -

Sveitarfélögin hrökkva í bakkgír

Vinnumarkaður „Það er alveg ljóst að við getum ekki við það unað að Sambandið gangi frá hverjum kjarasamningnum á fætur öðrum á allt öðrum nótum en þeir kjarasamningar sem skrifað var undir í upphafi árs en ætli síðan að hrökkva í bakkgír gagnvart hópum Flóafélaganna.“

Þetta segir á heimasíðu Eflingar, en Efling hefur unnið með Verkamananfélaginu Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur, í Flóabandalaginu, við að freista þess að ná samningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. 900 félagsmenn starfa hjá þeim sveitarfélögum sem þessi stéttarfélög eiga aðild að.

Efling, Hlíf og VSFK gera  kröfu um sambærilegar launahækkanir og aðrir viðsemjendur Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fengið svo sem grunnskólakennarar, BHM og nú síðast leikskólakennarar.

En hægt hefur miðað í viðræðunum við Samband íslenskra sveitarfélaga en kjarasamningurinn rann út 1. maí síðast liðinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: