Fréttir

Sveinn Andri: „Mannvonska og heimska aðalsmerki ríkistjórnar Katrínar Jakobsdóttur“

By Ritstjórn

May 23, 2022

Hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er brjálaður yfir fyrirhugaðri brottvísun um 300 einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkið verður á næstunni sent í flóttamannabúðir í Grikklandi.

„Það er grunnt á ras­ismann hjá dóms­mála­ráð­herra og ríkis­stjórninni, Mannvonska og heimska er aðalsmerki ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Sveinn Andri í færslu á Face­book og heldur áfram:

„Það er hins vegar ó­á­sættan­legt að ekki skuli eiga það sama við um fólk af arabískum og afrískum upp­runa sem flýr stríðs­á­tök og af­leiðingar þeirra í sínu heima­landi. Það er síðan sér kapítuli að vísa eigi úr landi 300 manns sem margir hverjir hafa dvalið hér lang­dvölum og að­lagast ís­lensku sam­fé­lagi þegar helsta hindrunin fyrir upp­risu ís­lensks ferða­manna­iðnaðarins er skortur á vinnu­afli,“