- Advertisement -

Svavar: Vinstri heldur sínu

Stjórnmál Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, skrifar á Facebook um síðustu skoðanakönnun MMR. Svavar rekur fylgi Pírata til allra annarra en VG og Samfylkingar.

VG logo„Miðað við síðustu skoðanakönnun mmr var útkoma flokkanna þessi í samanburði við síðustu alþingiskosningar:

Björt framtíð tapar 3,6 %, Framsóknarflokkurinn tapar 14,4 %, Sjálfstæðisflokkurinn 7,2 % og Samfylkingin 2,5 %. Alls nemur tap þessara flokka 27.7 %, þar af nemur er tap stjórnarflokkanna 21,6 %. Vinstri græn bættu hins vegar við sig 1,6 %. Píratar bættu við sig 32,7 %. Í síðustu kosningum var fjöldi framboða sem fékk lítið sem ekkert fylgi og ekki kjörna þingmenn. Ef þau stærstu þeirra eru talin það er þau sem fengu 2,5 % eða meira þá nam heildarfylgi þeirra þriggja stærstu 8,6 %. Það er því ljóst að langstærstur hluti þeirra sem yfirgefa stjórnarflokkana eða tæp 22 % og svo flokkana sem ekki fengu mann er uppistaðan í fylgi Pírata. Þetta er sett hér á blað því stundum er talað um að fylgi Pírata stafi af lélegri framgöngu SF og VG. Vissulega ættu þeir flokkar að fá mikið meira en tapið mikla er hjá stjórnarflokkunum, BF og svo flokkunum sem fengu ekki mann í síðustu kosningum,“ skrifar Svavar Gestsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: