Fréttir

Svavar, Sjálfstæðisflokkurinn og hryggjarstykkið

By Miðjan

February 10, 2021

Svavar, Sjálfstæðisflokkurinn og hryggjarstykki‘

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur lengi verið for­ystu­afl í ís­lensku þjóðlífi og um leið tryggt póli­tísk­an stöðug­leika sem hryggj­ar­stykkið í inn­lend­um stjórn­mál­um,“ skrifar Svavar Halldórsson, í Mogg dagsins.

„Lyk­ill­inn er far­sæl stefna sem bygg­ist á blöndu af djörf­ung og íhalds­semi, þar sem leiðarljósið er að öfl­ugt at­vinnu­líf sé und­ir­staða vel­ferðar og sam­hjálp­ar. Þannig hafa áhersl­ur í ein­stök­um mála­flokk­um þró­ast í tím­ans rás þótt grunn­stef sjálf­stæðis­stefn­unn­ar sé ávallt það sama. Sí­fellt auk­inn áhugi er nú á um­hverf­is­mál­um inn­an flokks­ins, sem er mjög í anda þess sem stofn­end­ur og fyrstu for­ystu­menn hans lögðu upp með fyr­ir nærri öld.“

Grein Svavars er lengri en það sem birtist hér. Í lok greinarinnar skrifar Svavar:

„Brátt líður að Lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins og alþing­is­kosn­ing­ar eru í nánd. Mik­il­vægt er að flokk­ur­inn mæti þar til leiks með vandaða, vel ígrundaða og fram­sækna stefnu í um­hverf­is- og land­búnaðar­mál­um. Þannig get­ur flokk­ur­inn náð enn bet­ur til yngri ald­urs­hópa, áhuga­fólks um um­hverfið og þeirra sem telja að skyn­sam­leg upp­bygg­ing inn­lendra at­vinnu­vega sé far­sælt vega­nesti til framtíðar. Hér hef­ur verið tæpt á því í ör­fá­um orðum á hverju er skyn­sam­legt að slík stefna sé grund­völluð.“

Framboð?