- Advertisement -

Svartsýnn á samninga um makrílinn

„Ég er ekki bjartsýnn,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um samningafund um makríldeiluna, en fundurinn verður í dag. Búið er að ná sátt við Evrópusambandið, en deilt er við Norðmenn.

„Evrópusambandið hélt því fram að við stunduðum ofveiðar. Ráðgjöfin sagði að óhætt væri að veiða fimm til sex hundruð þúsund tonn, en veidd voru milli átta og níuhundruð þúsund tonn. Við sögðum þá ekki hafa nógu góð vísindi og vildum að þeir tækju mið af okkar.“  Sigurðir Ingi segir að svo hafi Evrópusambandið séð af sér, að þeirra vísindi væru ekki nógu góð. „Við höfum alltaf sagt að það megi ekki ganga of langt, þetta væri sjálfbær stofn og að við höfum ekki stundað ofveiði. Evrópusambandið og Noregur hafa tekið sér níutíu prósent veiðanna. „Okkur, Færeyingum og Rússum var svo boðið að skipta milli okkar þeim tíu prósentum sem út af stóðu.“ Sigurður Ingi segir að sé ljóst að stofninn sé til muna stærri en áður var talið. Alþjóðafiskveiðiráðið leggur til að veidd verði um 900 þúsund tonn. „Norðmenn vilja, einhverra hluta vegna, ganga enn lengra.“

„Takist ekki samningar og hver veiðir einsog hann telur sér bera, verður veiðin sennilega 1.500 þúsund tonn eða meira.“ En eflaust er brýnt að ná samningum.

„Já, við höfum lagt mikla áherslu á það, ekki bara hér í ráðuneytinu, líka atvinnugreinin varðandi skipulag veiða svo hægt verði að ná hámarksarði út úr þessum stofni sem öðrum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvaða áhrif hefur þetta mikla framboð á verð á mörkuðum?

„Verði mikil aukning í veiðinni mun það hafa mikil áhrif á verð á mörkuðum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: