- Advertisement -

Svartasta myndin af sérhagsmunagæslu

„Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei samþykkja almennilegt auðlindaákvæði sem hald er í fyrir þjóðina og við verðum að berjast fyrir því að ná slíku ákvæði í gegn.“

Þorgerðru Katrín Gunnarsdóttir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gerir ekki mikið með orð Bjarna Benediktsson um að unnið verði áfram að breytingum á stjórnarskránni. Hún segir að þegar rætt er um auðlindirnar hrökkvi Sjálfstæðisflokkurinn í baklás.

„Ég vil hvetja hér allt þingið til að sameinast með okkur í Viðreisn og ég bind vonir við að bæði Vinstri græn og Framsókn og fleiri flokkar geti sameinast um auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir sérstaklega rétt þjóðarinnar yfir auðlindum í hennar eigu. Þannig er það ekki í dag. Hvað gerist núna á síðustu tveimur vikum? Þá erum við að sjá eiginlega svörtustu myndina af sérhagsmunagæslu sem hægt er að sjá,“ sagði Þorgerður Katrín.

„Við munum hvernig farið var í þá vegferð núna um daginn að kippa samkeppnislögum úr sambandi til að valta yfir neytendur en moka frekar undir milliliði: 1–0 fyrir sérhagsmunagæslu í landinu, 2–0 núna þegar við erum að fara að ræða um lagareldið á eftir þar sem á að breyta úr því að veita tímabundið leyfi til fiskeldis yfir í ótímabundið. Það er svakalegt að það skuli vera boðið upp á þetta núna ítrekað, að ganga á almannahagsmuni í þágu sérhagsmuna. Það er þetta sem ríkisstjórnin er að bjóða upp á og það er við þessu sem við í þinginu verðum að segja: Stopp, hingað og ekki lengra.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorgerður Katrín sagði svo:

„Ég vil hvetja þingheim til að sameinast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni, já, um ýmsa þætti sem er sátt um. En við áttum okkur á því að Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei samþykkja almennilegt auðlindaákvæði sem hald er í fyrir þjóðina og við verðum að berjast fyrir því að ná slíku ákvæði í gegn.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: