Ferðamál Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkti á árinu byggingu þjónustu- og veitingahúss í Reynisfjöru sem opnað var í sumar. Þar er m.a. leyst úr brýnni þörf fyrir salernisaðstöðu á þessum vinsæla ferðamannastað.
Að verkefninu standa bændur á þremur bæjum í Reynishverfi. Reist var 270 fermetra hús úr steyptum einginum þar sem ytra byrðið er efni úr fjörunni. Kappkostað var að vanda til verka þannig að byggingin félli sem best að landinu. Veitingahúsið nefnist Svarta fjaran og verður áhersla lögð á hráefni úr héraði.
Styðja við uppbyggingu og auka öryggi
Staðurinn verður opinn allan ársins hring en styrkur Framkvæmdasjóðsins var til uppbyggingar salernisaðstöðu sem opin verður ferðamönnum allan sólarhringinn. Markmið styrkveitingar er að styðja við uppbyggingu á svæðinu auka öryggi ferðamanna, bæta ásýnd og stuðla að bættu umgengni ferðamanna.