- Advertisement -

Svart nei

Fyrir mörgum árum vann ég á Pressunni. Fyrirtækið Sanitas, sem meðal annars var með umboð fyrir Pepsi, riðaði til falls. Ég fékk ábendingu um að Sól hf., þar sem Davíð Scheving Thorsteinsson var forstjóri, væri að íhuga kaup á Sanitas.

Ég hringdi í Davíð Scheving og spurði hann. Hann sagði að til sín hafi verið leitað en svarið hafi verið svart nei. Svart nei. Geggjuð fyrirsögn. Ég skrifaði frétt um málið.

Í prófarkalestri var fyrirsögninni breytt í þvert nei. Ég er enn spældur. Svart nei fannst mér flott en þvert nei er það alls ekki.

Davíð Scheving var frábær viðmælandi. Talaði flott mál og var skemmtilegur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar Fréttablaðið var á fljúgandi ferð hitti ég Davíð. Hann sagði: Sigurjón, það er svo gaman að fylgjast með ykkur, vel menntaða fólkinu.

Ég sagðist ekki geta tekið það til mín, hætti í fyrsta bekk í Stýrimannaskólanum.

Davíð svaraði að bragði: Heldur þú að öll menntun sé sótt í skólana.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: