Á fyrsta starfsdegi Alþingis, að loknu fríi vegna sveitastjórnarkosninganna, fór mikið kvörtunum þingmanna vegna hversu ráðherrarnir svara fyrirspurnum seint og illa. Almennt fara ráðherrar ekki að þingsköpum.
Oddný Harðardóttir tók tvisvar til máls í gær. Fyrst benti hún á að Bjarni Benediktsson hafi ekki svarað henni hvernig gangi að vinna úr upplýsingum tengdum Panamaskjölunum. Bjarni á, samkvæmt þingsköpum, að vera búinn að svara fyrir langalöngu.
Oddný tók sem sagt aftur til máls. „Í febrúar lagði ég fram spurningu um úrvinnslu Panamaskjalanna, hve há upphæð hefði runnið í ríkissjóð, hvort nægir fjármunir og þekking væri til staðar til að vinna að málum hjá skattembættunum, og ég óskaði eftir samanburði við Danmörku. 6. mars lagði ég fram aðra fyrirspurn um laun forstjóra og yfirmanna í ríkisstofnunum og í fyrirtækjum í eigu ríkisins og launaþróun þar á bæ. Ekki er enn komið svar við henni,“ sagði Oddný.
Bjarni hefur heldur ekki svarað þessari fyrirspurn.