- Advertisement -

Svar Ursulu von der Leyen var hreint diss

Sigmundur Davíð í ræðustól Alþingis.

„Þá er loksins hægt að ræða bréf Ursulu von der Leyen til hæstvirts forsætisráðherra. Þótt svarið hafi borist síðastliðið sumar hefur það nú loks verið birt og til að gera langa sögu stutta, og afsakið orðbragðið, herra forseti, var svarið hreint diss. Það var ekki einu sinni sérstaklega kurteisislegt diss, bara diss á hæstv. forsætisráðherra og afstöðu ríkisstjórnar Íslands. Þetta var eins og bréf frá kansellíinu sem svaraði því til að athuganir hefðu sýnt að það væri enginn maðkur í mjölinu og við ættum að hætta að kvarta,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi fyrr í dag.

„En hvað hefur gerst síðan, því að þetta bréf er frá því í fyrrasumar? Í millitíðinni hefur til að mynda komið hingað ákveðinn Slóvaki, sem ég man ekki hvað heitir, hæstv. forseti, en fer með þessi mál. Hann svaraði mjög á sömu nótum, að Íslendingar vissu ekki um hvað þeir væru að tala, þeir hefðu ekki reiknað rétt. Eftir það hafa íslensk stjórnvöld að eigin sögn haldið 100 fundi, 100 fundi til að reyna að árétta stöðu Íslands og að því er virðist algerlega án árangurs.“

Og svo þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þess vegna hvet ég þingið til dáða að fylgjast nú vel með þessu máli, hvet háttvirta stjórnarliða til að veita sínu fólki aðhald en þingið sérstaklega til að passa sig á því að innleiða ekki hér reglugerðir eða lög sem geta rústað stöðu Íslands sem miðstöðvar millilandaflugs í Norður-Atlantshafi, því að þetta mun gera það og hafa gífurleg áhrif á samfélagið. Og þá er ekki traustvekjandi að heyra ráðherra helst segja: Ja, við viljum ekki vera stikkfrí. Við verðum að vera með, hafandi illu heilli leiðst inn í umhverfisstefnu Evrópusambandsins sem hentar íslenskum aðstæðum ekki á nokkurn hátt og er frekar til þess fallin að veikja samkeppnisstöðu okkar á allan hátt.

Nú þurfum við á því að halda, hæstvirtur forseti, að þingið standi vaktina og komi í veg fyrir að ríkisstjórnin geri stórkostleg og óafturkræf mistök sem geta haft gífurleg áhrif á efnahag landsins og lífvænleika þess að reka hér fyrirtæki og búa.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: