Mannlíf

Svangir karlar kjósa sverar konur

- sú er niðurstaða vísindarannsóknar

By Miðjan

March 19, 2017

Fæðuframboð virðist hafa áhrif á makaval karlmanna ef marka má rannsókn sem gerð var í Bretlandi. 61 háskólanemi tók þátt í tilrauninni þar sem þeir voru beðnir um að segja hversu hungraðir þeir voru á bilinu 1-7. Í ljós kom að hungraðir menn löðuðust frekar að þyngri konum en þeir sem voru mettir.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í tímaritinu The British Journal of Psychology. Í sumum samfélögum þar sem fæðuframboð er takmarkað, eins og sums staðar í Suður-Kyrrahafi, eru þyngri konur eftirsóttar af karlmönnum.

Vísindamenn telja það merki um ákveðið náttúruval. Karlmenn leita þannig að heppilegum mökum til að fæða næstu kynslóð. Bústin kona er talin vera heilbrigðari í slíku samfélagi og því líklegri til að ala heilbrigt afkvæmi. Á vesturlöndum hefur þróunin víðast verið á hinn bóginn þar sem grannir líkamar eru dýrkaðir. Upp til hópa stríða íbúar á Vesturlöndum ekki við alvarlegan matarskort, en þær ímyndir sem haldið er að fólki í vestrænum samfélögum hafa einnig áhrif.